fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Rúnar róar stuðningsmenn KR: Fréttirnar bull – ,,Ég er ekki að fara neitt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. september 2019 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, fékk að lyfta Íslandsmeistarabikarnum í dag er liðið vann FH, 3-2.

KR var búið að tryggja sér titilinn fyrir leikinn í dag en liðið vann flottan 3-2 heimasigur til að fagna titlinum almennilega.

,,Það er alltaf verið að tala um það að menn þurfi að klára mótið með sæmd. Við viljum ekki koma værukærir inn í svona leik gegn góðu liði eins og FH,“ sagði Rúnar.

,,Þessi leikur í dag var líka markmið að vinna að halda heimavellinum taplausum í ár og reyna að kroppa í stigametið sem er 52 stig sem við settum 2013.“

,,Við erum að fara í Kópavoginn og spila við Blikana sem hafa verið sterkir í sumar og eru í öðru sæti. Þetta verður hörkuleikur og ég ætlast til að bæði lið leggi sig fram og sýni fólkinu góðan fótboltaleik,“

Rúnar svaraði svo þeim sögusögnum að hann væri á leið til norska stórliðsins Brann.

,,Nei. Þetta er algjörlega gripið úr lausu lofti. Það hefur ekkert gerst og enginn hefur hringt í mig. Ég var jafn hissa og allir aðrir og jafnvel eins og forráðamenn Brann sem þurftu að svara fyrir þetta. Ég verð bara áfram í KR og er ekki að fara neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Courtois framlengir við Real Madrid

Courtois framlengir við Real Madrid
433Sport
Í gær

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Í gær

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid