fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Eftirsóttur Óskar opnaði ekki símann fyrr en eftir 10 á kvöldin – Þá hringdu félagarnir

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. september 2019 11:10

Óskar Örn og stjörnublaðamaðurinn, Ágúst Borgþór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru mörg lið sem höfðu áhuga á að fá Óskar Örn Hauksson í sínar raðir eftir tímabilið 2006.

Óskar Örn var þá á mála hjá Grindavík en liðið féll úr efstu deild og ljóst að Óskar myndi líklega fara annað.

Það var KR sem tókst að tryggja sér Óskar og hefur hann verið samningsbundinn liðinu undanfarin 12 ár.

Óskar staðfesti það í hlaðvarpsþættinum 90 mínútur í gær að nánast öll lið í efstu deild hafi viljað fá sig.

,,Ég held að flest lið hafi haft samband. Ég var bara hættur að taka símann nema kannski eftir 10 á kvöldin þá voru félagarnir að hringja!“ sagði Óskar.

,,Þetta var alveg þannig. Ég vissi af áhuga KR þarna áður en tímabilið kláraðist og það var svosem ekkert sjálfgefið að ég myndi fara úr Grindavík.“

,,Mér fannst hrikalega gott að vera þar og átti mjög góðan tíma þar en ég var ungur og var með metnað því að spila í efstu deild.“

,,Þegar ég heyri af áhuga KR þá kom eiginlega ekkert annað til greina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona