fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Matur

Þessi réttur er að gera allt vitlaust í ketó samfélaginu – Hvað er þetta?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketó mataræðið virðist ekki vera á undanhaldi, enda hafa margir náð góðum árangri með að bæta lífsstíl sinn á mataræðinu. Það er ýmislegt hægt að elda á ketó en þessi réttur hér fyrir neðan er gjörsamlega að gera allt vitlaust í ketó samfélaginu. Þessum rétt er best lýst sem ketópítsuvöfflu, en uppskriftin er fengin af vef Delish.

Ketópítsuvaffla

Hráefni:

2 stór egg
2 msk. möndlumjöl
½ tsk. salt
½ tsk. matarsódi
1½ bolli rifinn ostur
1/3 bolli pepperoni sneiðar
rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Hitið vöfflujárnið. Blandið eggjum, möndlumjöli, salti og matarsóda saman í skál. Bætið 1 bolla af rifnum osti saman við og hrærið vel saman. Setjið hálfan bolla af blöndunni í vöfflujárnið, dreifið úr henni og eldið þar til vafflan er stökk, í um 2 til 3 mínútur. Endurtakið þar til deigið er búið. Setjið síðan pítsusósu ofan á vöffluna, restina af ostinum, pepperoni sneiðar og smá parmesan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival