fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Magnaðar sögur Gumma Ben af Atla: ,,Hann var svo hræddur um að fara að hlæja sjálfur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. september 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net fyrir leik gegn Moldóvu í undankeppni EM í gær.

Gummi er sjálfur fyrrum landsliðsmaður en hann gerði einnig garðinn frægan í efstu deild á Íslandi.

Hann ræddi á meðal annars samband sitt við Atla Eðvaldsson sem lést á dögunum eftir baráttu við krabbamein.

Gummi vann með Atla hjá KR á sínum tíma og var samband þeirra lengi gott innan sem utan vallar.

Hann sagði eina skemmtilega sögu af Atla er þeir voru saman hjá KR árið 1998.

,,Við áttum athyglisvert samband. Atli gerði ótrúlega mikið fyrir mig og ég reyndi að gera líka mikið fyrir hann á vellinum en ég hafði svo gaman að honum,“ sagði Gummi.

,,Mér finnst gaman að hlæja og hann sagði þetta við mig öll árin eftir að hann hætti að þjálfa mig:

‘Tókstu ekki eftir þessu Gummi þegar ég talaði við ykkur í klefanum að ég fór alltaf framhjá þér. Ég gat ekki horft í augun á þér því ég vissi að þú værir að grenja úr hlátri inn í þér, að mér og því sem ég var að segja. Ég gat aldrei horft á þig.’

,,Hann var svo hræddur um að fara að hlæja sjálfur.“

Við mælum með þættinum sem má heyra í heild sinni hér og þar segir Gummi fleiri sögur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“