fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Leonardo DiCaprio gæti þurft að skila listaverkum sem metin eru á hundruð milljóna

Leonardo DiCaprio og Miranda Kerr flækt í spillingarmál

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 17. júní 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio hefur flækst í leiðinlegt spillingarmál. Það skal þó strax tekið fram að leikarinn er ekki grunaður um neitt misjafnt þó málið gæti haft nokkrar afleiðingar í för með sér fyrir hann.

Tengist peningaþvætti

Málið varðar umfangsmikla rannsókn á peningaþvætti sem teygir anga sína til fjárfesta í Malasíu. Tengingin við DiCaprio, að sögn Reuters-fréttaveitunnar, er tilkomin vegna þess að hann á Óskarsverðlaunastyttu sem eitt sinn var í eigu Marlon Brando og málverk eftir spænska listmálarann Pablo Picasso. DiCaprio fékk þessa gripi að gjöf frá einstaklingum sem liggja undir grun í málinu.

Reyna að komast yfir útgáfurétt þekktra mynda

Það eru fleiri atriði en þetta varðandi málið sem vakið hafa athygli bandarískra fjölmiðla. Þannig reyna bandarísk yfirvöld nú að komast yfir útgáfuréttinn að myndunum Dumb and Dumber, sem Jim Carrey sló í gegn í á sínum tíma og myndina Daddy‘s Home með Will Ferrell. Bandaríska dómsmálaráðuneytið telur að myndirnar hafi verið fjármagnaðar að hluta með illa fengnu fé.

Þvættuðu peninga í Bandaríkjunum

Allt tengist þetta fjárfestingarsjóði í Malasíu, 1Malaysia Development Berhad fund, eða 1MDB, sem komið var á laggirnar árið 2009 af forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak. Markmið sjóðsins var meðal annars að blása lífi í hagkerfi Malasíu.

Einstaklingar innan sjóðsins eru sagðir hafa tekið fjármuni úr sjóðnum, komið þeim til Bandaríkjanna þar sem reyndu að þvætta þá peninga sem þeir tóku. Rötuðu fjármunirnir meðal annars til einkafyrirtækja, til dæmis í Hollywood, auk þess sem þekktar kvikmyndastjörnur fengu veglegar gjafir frá umræddum einstaklingum sem liggja undir grun.

Þar á meðal er Óskarsverðlaunastyttan og myndin eftir Picasso, en báðir munir rötuðu til DiCaprio á sínum tíma. Auk þess fékk DiCaprio málverk eftir Jean-Michel Basquiat og mynd eftir Diane Arbus. Samanlagt eru þessir munir metnir á um 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 1,3 milljarða króna.

Leonardo DiCaprio er ekki eina stjarnan, ef svo má segja, sem flækst hefur í málið því fyrirsætan Miranda Kerr, fyrrverandi eiginkona Orlando Bloom og núverandi eiginkona Evan Spiegel, stofnanda Snapchat, fékk einnig veglegan 11,72 karata demant að gjöf á sínum tíma.

Bandarísk yfirvöld vilja leggja hald á þessa muni í tengslum við rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu