fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Rúnar kveikir ekki á sjónvarpinu í kvöld og ætlar í golf: ,,Ég er svo snöggur að spila, ég nota svo fá högg“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 1. september 2019 19:28

Rúnar Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með sína menn í kvöld eftir góðan 2-0 heimasigur á ÍA.

KR er nú með tíu stiga forskot á toppnum þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir en Breiðablik spilar þessa stundina við Fylki og ef þeir grænu tapa þá fer titillinn í Vesturbæinn.

,,Ég hefði óskað þess að við hefðum skorað annað markið aðeins fyrr í leiknum, það var komin pressa á okkur frá Skagamönnum en aðallega eftir langa bolta,“ sagði Rúnar.

,,Við leystum það vel og svo klárum við þetta vel með frábæru marki frá Kidda. Það er ákveðinn léttir að komast í 2-0, það er betra en að vera í 1-0 því það getur alltaf eitthvað gerst þegar menn eru að lúðra boltanum á milli vítateiga.“

Rúnar neitar að KR sé komið með níu fingur á titilinn og ætlar ekki að horfa á leik Breiðabliks og Fylkis í kvöld.

,,Ég vil ekki segja það, við þurfum ennþá þrjú stig og eigum þrjá erfiða leiki við lið sem allir spáðu topp þrem í sumar. Við bíðum og sjáum hvernig úrslitin fara í kvöld.“

,,Ætli ég fari ekki bara út á golfvöll og slái nokkrar. Ég næ níu, ég er svo snöggur að spila, ég nota svo fá högg!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu