Leikarinn Brad Pitt er á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um þessar mundir að kynna nýjustu mynd sína, Once Upon a Time in Hollywood. Glöggir aðdáendur leikarans tóku eftir að hann er kominn með nýtt húðflúr á upphandlegginn og keppist fólk um að leggja einhvers konar merkingu í flúrið.
Um er að ræða dökka fígúru sem stendur yfir skugga sínum, sem er mun minni en fígúran. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort þetta sé vísun í kvikmyndina The Curious Case of Benjamin Button sem var frumsýnd árið 2008 og skartaði Brad í aðalhlutverki. Hins vegar telja sumir að þetta sé einhvers konar vísan í skilnað hans við leikkonuna Angelinu Jolie þar sem nýja húðflúrið er við hliðina á rómantísku ljóði frá 13. öld sem Brad lét flúra á sig til heiðurs fyrrverandi eiginkonunnar.
Ljóðið lét Brad flúra á sig árið 2014, rétt áður en hann gekk að eiga Angelínu, en skilnaður þeirra gekk í gegn fyrir stuttu. Hann er með fleiri flúr tengd Angelinu á líkamanum, til að mynda fæðingardaginn hennar á búk sínum og línur á bakinu sem hún teiknaði eitt kvöld.