fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Tala um möguleg kaup á Íslandi: „Ég heyrði að Ísland væri næst“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umdeilda fréttaþættinum Fox & Friends var í dag kastað upp hugmyndinni að því að Bandaríkin myndu festa kaup á Íslandi. Þátturinn sem þykir ansi íhaldssamur er sýndur á sjónvarpsstöð Fox News á morgnana á hverjum virkum degi.

Talið barst að Íslandi eftir að þáttarstjórnendurnir töluðu um möguleg kaup Bandaríkjanna á Grænlandi, en málið hefur verið mikið í umræðunni seinustu daga vegna þess hve áhugasamur Donald Trump virðist vera um kaupin. Þátturinn Fox & Friends er einn uppáhaldsþáttur Trump

Brian Kilmeade, Einn þáttarstjórnenda sagði „Ef við getum fengið Grænland yrði allt svo miklu einfaldara.“

Steve Doocy annar umsjónarmaður þáttarins svaraði „Ég heyrði að Ísland væri næst.“ og gaf í skyn að ‚Ísland væri næst í röðinni, ef kaupinn á Grænlandi myndu fara fram.

Þriðji þáttarstjórnandinn Ainsley Earhardt, sagði svo klassískan frasa „Ísland er landið sem er grænt og Grænland er það sem er kalt.“

Kilmeade svaraði því „Alveg rétt, víkingar reyndu að rugla í þessu. Fín tilraun víkingar.“

Það verður að telja ansi ólíklegt að Donald Trump takist að kaupa Grænland og hvað þá Ísland, en hvorugt landið virðis vera til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni