fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Sádí-Arabía ætlar að nota tækni til að margfalda fjölda pílagríma sem sækja landið heim

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 21:30

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað er að ferðir pílagríma til Mekka skili Sádí-Aröbum um 12 milljörðum dollara í tekjur árlega en um tvær milljónir pílagríma sækja landið heim árlega. En mikill vill meira og því hyggjast Sádí-Arabar reyna að fjölga pílagrímunum mikið. Nútímatækni á að hjálpa þeim við það.

Quartz skýrir frá þessu. Pílagrímsferðirnar eiga sér stað í fimm eða sex daga í síðasta mánuði íslamska dagatalsins. Slíkar ferðir eru skylda samkvæmt trúnni og því reyna margir múslimar að komast að minnsta kosti einu sinni til Mekka í lífinu.

Nú stefna Sádí-Arabar að því að geta tekið á móti um 30 milljónum pílagríma árlega fyrir 2030. Til að þetta verði hægt er nú fjárfest af miklum krafti í innviðum. Búið er að taka háhraðalest í notkun á milli Mekka og Medina en hún styttir ferðatímann um átta klukkustundir. Í Mekka er búið að koma upp öflugum eftirlitskerfum sem fylgjast með ferðamönnum og hvort einhverjir þarfnast aðstoðar. Þetta er gert í kjölfar fjölda dauðsfalla í tengslum við pílagrímaferðirnar. Fyrir fjórum árum krömdust að minnsta kosti 2.200 manns til bana í þrengslunum í Mekka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?