fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Mikael segir leikmenn Vals ekki vera í formi: „Ég get svarað þessu fyrir þá“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur og Breiðablik áttust við í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deild karla í gær. Valsmenn byrjuðu leikinn afar vel og komust í 2-0 snemma leiks með mörkum frá Birki Má Sævarssyni og Patrick Pedersen. Íslandsmeistararnir stjórnuðu leiknum í byrjun en undir lok fyrri hálfleiks þá svöruðu Blikar fyrir sig.

Brynjólfur Darri Willumsson skoraði fyrsta mark Blika á 37. mínútu og stuttu seinna gerði Andri Rafn Yeoman magnað jöfnunarmark. Brynjólfur var svo aftur á ferðinni á 62. mínútu er skot hans fékk að rúlla í net Valsmanna eftir klaufagang.

Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson tryggði Val svo stig ekki löngu seinna með skallamarki og lokastaðan, 2-2. Rætt var um leikinn í Dr. Football í dag.

Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins heldur því fram að lið Vals sé ekki í nógu góðu formi. ,,Nú er 17 umferð í gær, þeir voru sprungnir í seinni hálfleik í gær. Blikar voru klaufar að klára þetta ekki,“ sagði Mikar í Dr Football.

,,Valur er ekki í standi, svo koma allir og fara að bomba á Emil Lyng. Hann er með 10 mörk í 30 leikjum í efstu deild, hann er ekkert búinn að vera að spila í sumar. Á að fara að kenna honum um? Formið er ekkert á þessu liði, í restina í gær þegar Kristinn Freyr kemst framhjá Gaua Lýðs. Þeir náðu ekki að klára sóknina, þetta var dauðafæri. Þeir voru sprungnir, lélegt hjá Blikum að klára ekki þennan leik.“

Leikmenn Vals meiddust nokkrir í gær, Kristján Óli Sigurðsson segir það oft fylgja liðum sem ekki eru í formi. ,,Það virðist ekki vera, þeir eru búnir að tapa niður fullt af leikjum. Patrick Pedersen meiðist, það var ekki alvarlegt. Það eru meiri líkur á að þú meiðist ef þú ert ekki í formi, þeir eru ekki í formi.“

Mikael hélt áfram að ræða um ástandið á leikmönnum Vals, hann segir leikmenn og þjálfara Vals ekki geta svarað fyrir hlutina. Hann segist vera með svörin.

,,Það er verið að spyrja Hannes, sem er með einhverja 70 landsleiki. Það er verið að spyrja Óla Jó, margfaldan Íslandsmeistara sem þjálfara, það er verið að spyrja Eið Aron þeirra besta leikmann í fyrra. Þeir geta ekki svarað, þeir skilja ekki af hverju liðið missir niður forystu. Þeir eru bara ekki í standi, ég get svarað þessu fyrir þá.“

,,Þeir eru ekki í standi, af hverju missa þeir alltaf hausinn þegar þeir komast yfir? Þeir eru ekki í standi til að klára forystuna, ömurlega lélegt hjá Breiðabliki að klára þetta ekki eftir að hafa komist yfir. Það er að koma september.“

Umræðuna má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“