fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Lilja skilgreinir Flatey sem verndarsvæði í byggð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 14:30

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Tryggi Harðarson sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorpið í Flatey hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þá ákvörðun, að fenginni tillögu Reykhólahrepps og umsögn Minjastofnunar Íslands, í heimsókn sinni þangað um liðna helgi. Markmið með slíkri ákvörðun er að stuðla að verndun sögulegrar byggðar. Um er að ræða þorpið sjálft, mýrar, strönd og svæði umhverfis Flateyjarkirkju.

Í tillögu Reykhólahrepps kemur meðal annars fram að byggð í Flatey beri vitni um ríka virðingu fyrir menningarverðmætum og lífríki og að vandað sé til viðhalds húsa, minja og landslags út frá varðveislugildi en um leið leitast við að styðja við samfélag eyjarinnar. Unnið verði að því að vernda og styrkja svipmót byggðarinnar og viðhalda byggingarlistarlegu og menningarsögulegu gildi hennar, ásamt samspili við einstaka náttúru og landslag.

,,Byggðin í Flatey er merkileg fyrir ýmsar sakir. Með verndarsvæðinu er stuðlað að verndun og viðhaldi einstakra húsa sem hér eru sem og þorpsins í heild, ásamt því að tryggja vernd einstakrar náttúru og landslags. Ég óska samfélaginu í Flatey til hamingju með þennan áfanga,’’ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar