Richarlison, leikmaður Everton, horfir á sama myndbandið á hverju kvöldi áður en hann fer að sofa.
Hann horfir á myndband af sjálfum sér í sumar þar sem hann gulltryggði Brasilíu sigur á Copa America.
Richarlison skoraði úr vítaspyrnu í 3-1 sigri á Perú í úrslitum en hann gerði þriðja mark liðsins.
,,Ég hef horft á myndband af vítaspyrnunni á hverju kvöldi. Það tók smá tíma fyrir mig að átta mig á þessu,“ sagði Richarlison.
,,Að átta mig á því hvað við höfðum afrekað. Þetta var risastórt afrek fyrir mig og mína fjölskyldu.“
,,Þetta gerðist þrátt fyrir þau vandræði sem ég upplifði á mótinu.“