fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Svona gætu Bandaríkjamenn farið langt með að leysa loftslagsvandann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 07:00

Losun gróðurhúsalofttegunda er mikil og veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn vísindamanna er engin önnur leið fær en að fólk dragi úr kjötneyslu ef takast á að ná stjórn á hnattrænni hlýnun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá IPCC sem er loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Jafnvel þótt við hættum að nota jarðefnaeldsneyti og skiptum yfir í endurnýjanlega orku þá dugir það ekki til segir í skýrslunni.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að breyta verði landbúnaði, notkun skóga, matvælaframleiðslu og matarvenjum. Minna kjöt og meira grænmeti er það sem koma skal á diska fólks. Ástæðan er að kjötframleiðsla losar miklu fleiri gróðurhúsalofttegundir og fer verr með jarðveginn en grænmeti.

Sama dag og skýrslan var birt voru birtir nýir útreikningar sem sýna að Bandaríkjamenn þurfa ekki að fara svangir í bólið eða líða næringarskort þótt allri kjötframleiðslu í landinu verði hætt og henni breytt í grænmetisræktun. Samkvæmt útreikningunum, sem voru birtir í vísindaritinu Scientific Reports, væri hægt að hætta notkun 35 til 50 prósent þess ræktarlands, sem er notað í Bandaríkjunum í dag, ef allir bandarískir bændur leggja kjötframleiðslu af. Ástæðan er að stór landsvæði eru notuð til að rækta fóður handa sláturdýrum.

Þau svæði sem myndi losna um með þessum hætti væri hægt að breyta í skóglendi sem dregur í sig koltvíildi úr andrúmsloftinu. Gidon Eshel, prófessor við Radcliffe Institure for Advanced Study í Harvardháskólanum, sagði í samtali við Videnskab.dk að útreikningar vísindamannanna séu mjög íhaldssamir. Líklegast verði enn meiri umhverfislegur ávinningur af því að skipta kjöti út fyrir grænmeti en niðurstöðurnar sýna.

Eshel og félagar hans notuðu reiknilíkön til að reikna út umhverfis- og næringaráhrif þess að breyta algjörlega um stefnu í landbúnaði. Með því að borða prótínríkt grænmeti, belgjurtir og korn geta Bandaríkjamenn fengið nægilegt magn af prótíni og það þótt öll þjóðin gerist grænmetisætur. Eshel segir að hægt sé að uppfylla allar næringarkröfur þjóðarinnar ef landbúnaðinum verði alfarið breytt í grænmetisiðnað, en hugsanlega þurfi fólk að taka B12 vítamín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta