fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Brandarablað Eyjamanna gagnrýnt – „Má nú ekki grínast lengur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðrafélag VKB, eða Vinir Ketils Bónda hefur gefið út þjóðhátíðarheftið Þroskahefti fyrir þjóðhátíð í eyjum sem fram fer nú um helgina.

Nafn heftisins hefur verið gagnrýnt en það þykir niðrandi í garð fatlaðs fólks.

Einn notandi á samfélagsmiðilsins Twitter bendir á blaðið í færslu sinni og segir „Húmorinn í eyjum“

Annar notandi segir „Allir að taka einn sopa fyrir hvert „má nú ekki grínast lengur“.“

Líkt og áður segir er það Bræðrafélag Vina Ketils Bónda sem gefur blaðið út í tilefni þjóðhátíðar , en þetta er í tólfta skiptð sem blaðið er gefið út frá árinu 2004.

Heftið er einskonar brandararit. Óhætt er að segja að pólítískur réttrúnaður er ekki endilega í forgrunni í blaðinu, en brandararnir eru sennilega ekki allra. Meðal annars er gert grín af Hildi Lillendahl Viggósdóttur

„Heyrst hefur að Hildur Lillendahl ætli ekki að nota tjaldhæla á þjóðhátíðinni.“

Á fyrstu síðu heftisins er lesendur varaðir við blaðinu, en þar er fólki ráðlagt  hvernig lesa eigi blaðið.

„AÐVÖRUN!

Þroskahefti er á engan hátt ætlað sem lesefni undir öðrum en broslegum kringumstæðum. Þungbúinn lestur heftisins er með öllu óheimilaður og afsalar Bræðrafélagið VKB sér allri ábyrgð af slíkum lestri. Lestur heftisins er alfarið á ábyrgð lesandans. Heyranlegur lestur heftisins er mjög varasamur, varúð skal höfð í nærveru sálar. Heyrandi lesturs heftisins, svo og lesandinn sjáfur, kunna að hljóta alvarlega áverka, svo sem bros á vör eða kitl hláturtauga, séu sá eða sú ekki undir slíkt búið. Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda leggur alla ábyrgð í hendur lesanda heftisins. Hafið því varann á.“

Hér að neðan má sjá dæmi um nokkra þannig brandara úr blaðinu, en það má sjá í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna