fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Baðsloppurinn leikur stórt hlutverk í skyrgerð Sigga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 28. júlí 2019 17:30

Ótrúleg saga Sig­urður Kjart­an Hilm­ars­son hefur gert það gott. Mynd: Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­urður Kjart­an Hilm­ars­son, sem er oftast kallaður Siggi skyr, fer yfir listina að búa til skyr í viðtali við vefsíðuna The Kitchn. Siggi ætti að kunna það einna best, en hann stofnaði The Icelandic Milk and Skyr Corporation í Bandaríkjunum árið 2006 og hóf fljótlega sölu á skyri undir vörumerkinu Siggi’s skyr. Í byrjun síðasta árs seldi Siggi fyrirtækið til franska mjólkurrisans Lactalis, en það kemur einhverjum hugsanlega á óvart að aðferð Sigga til að búa til skyr er heldur betur kostuleg.

Siggi fræðir lesendur The Kitchn um að það sé í raun frekar einfalt að búa til skyr heima; maður einfaldlega hiti mjólk í 110° til 120° Fahrenheit til að brjóta niður próteinin og bæti síðan þétti, skyri úr fyrri framleiðslu, í blönduna. Síðan er hitanum haldið stöðugum svo þéttirinn, sem er sýrumyndandi bakteríur og gersveppir, geti gert sín kraftaverk. Siggi segir að halda verði jöfnum hita í sex til tólf klukkustundir.

Gott og vel, en síðan fer Siggi út í hvernig í ósköpunum hann fer að því að halda hitanum jöfnum og þá kemur margt á óvart.

„Flestir eiga ekki ofna sem geta haldið svona lágum hita. Þannig að ég hita þetta bara upp í rétt hitastig á hellu, tek síðan pottinn af og vef honum í handklæði, baðsloppa, peysur – hvað sem ég finn til að halda hitanum. Þetta er frekar fyndið apparat!“ segir Siggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum