fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Matur

Avókadó hefur hækkað svo mikið í verði að veitingastaðir fjarlægja það af matseðli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Avókadó hefur snarhækkað í verði í Bandaríkjunum og víðsvegar um heiminn. Við þekkjum það af eigin raun hér á Íslandi að avókadó getur kostað sitt.

Samkvæmt USA Today eru veitingastaðir byrjaðir að taka avókadó af matseðli vegna verðsins.

Samkvæmt forstöðumanni Rabobank, David Magana, er þessi avókadókrísa mjög slæm. „Þetta er hæsta verðið fyrir þennan tíma ársins í allavega áratug, örugglega meira,“ segir hann við USA Today.

Avókadó hefur hækkað um 129 prósent í Bandaríkjunum síðan í júlí í fyrra.

Þetta snýst um framboð og eftirspurn og yfir síðasta ár hefur eftirspurnin aukist gríðarlega en framleiðslan í Kaliforníu og Mexíkó (þaðan koma um 80 prósent af lárperum í Bandaríkjunum) hefur minnkað verulega. Þetta þýðir að það sé avókadó skortur í Mexíkó. Þar eru hlutirnir svo slæmir að samkvæmt Delish er verið að grípa til „gervi-guacamole“ sem er búið til úr tómat, kúrbít, olíu og rauðum pipar. Myndir af þessu „gervi-guac“ eru að tröllríða samfélagsmiðlum í Mexíkó og fólk er pirrað, skiljanlega!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum