fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Lögðu hald á 104 kg af gulli á Heathrow – Tengist eiturlyfjahringjum í Suður-Ameríku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 08:00

Hluti gullsins. Mynd:National Crime Agency

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir löggæslumenn lögðu nýlega hald á 104 kíló af gulli á Heathrow flugvellinum í Lundúnum. Gullið var á leið til Sviss frá Cayman eyjum. Verðmæti gullsins er sem svarar til rúmlega 620 milljóna íslenskra króna. Talið er að gullið hafi verið í eigu eiturlyfjahrings í Suður-Ameríku.

Það hafði verið sent frá Venesúela til Cayman eyja með einkaflugvél. Það var síðan í síðasta mánuði sem löggæslumenn á Heathrow fundu það og lögðu hald á það. Dómari hefur nú kveðið upp úr um að gullið verði gert upptækt í ríkissjóð þar sem það hafi verið illa fengið þar sem það sé afrakstur hvítþvættis.

Mynd:National Crime Agency

Breska lögreglan vinnur nú að frekari rannsókn málsins og reynir að komast að uppruna þess. Sky skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað