fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Gekk með giftingarhring í heilt ár án þess að vita það: Kærastinn faldi hringinn með snilldarlegum hætti

Terry náði að hrinda ótrúlegri hugmynd í framkvæmd – Kom kærustunni á óvart

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. maí 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Terry var fyrir löngu búinn að ákveða að hann ætlaði að giftast Önnu, kærustunni sinni. Hann var búinn að kaupa giftingarhringinn með árs fyrirvara. Og ekki nóg með það – hann fékk kærustuna til að ganga með hringinn án þess að hún hefði minnstu hugmynd um það.

Anna var búin að ganga með hringinn í heilt ár þegar Terry loksins bað hennar. En ekki á fingri sér. Ekki alveg svo einfalt. Á síðasta ári fór Terry að huga að heppilegri gjöf til að færa kærustunni sinni á eins árs sambandsafmæli þeirra. Hann rak augun í fallegan hring sem hann hélt að hún yrði ánægð með. Það var bara einn galli. Þau höfðu aðeins verið saman í ár og Terry var enn ekki alveg tilbúinn að biðja hennar.

Faldi hringinn inni í hálsmeni

Terry dó ekki ráðalaus. Hann keypti hringinn og faldi hann inni í handgerðu viðarhálsmeni sem hann gaf kærustunni á eins árs sambandsafmælinu.

Anna gekk með hálsmenið á hverjum einasta degi.
Lukkugripur Anna gekk með hálsmenið á hverjum einasta degi.

„Ég hafði alltaf hrifist af hugmyndinni að gefa einhverjum gjöf sem er miklu meira virði en viðkomandi heldur,“ sagði Terry í samtali við Metro og bætti við að sér hefði alltaf langað að prófa tréskurð.

Hringurinn hætt kominn

Terry tókst vel áætlunarverkið sitt. Hann náði að fela hringinn inni í hálsmeninu án þess að Önnu grunaði neitt. Gjöfin féll líka vel í kramið. Anna tók ástfóstri við menið og hafði það um hálsinn á hverjum degi. En það voru ekki öll vandamál úr vegi. Það komu upp nokkrar aðstæður þar sem Terry óttaðist verulega að upp kæmist um áform hans.

Hér sést hvernig Terry skar snyrtilega út rými fyrir hringinn. Falinn inni í hálsmeninu fylgdi hann Önnu hvert fótmál, henni óafvitandi.
Ekki er allt sem sýnist Hér sést hvernig Terry skar snyrtilega út rými fyrir hringinn. Falinn inni í hálsmeninu fylgdi hann Önnu hvert fótmál, henni óafvitandi.

„Eitt skiptið vorum við á stórum útimarkaði. Anna hafði fundið járnsmið sem var með sölubás. Járnsmiðurinn dáði hálsmenið hennar og stakk upp á því að hún skipti því fyrir nokkra af skartgripunum sem hann hefði til sölu. Önnu leist mjög vel á skartgripina en sem betur fer slapp þetta,“ sagði Terry við Metro.

„Ég varð öllu hræddari þegar við fórum til útlanda í fyrsta sinn eftir að ég gaf henni menið,“ bætir hann við. Terry hafði nefnilega ekki hugsað út afleiðingarnar þess ef hálsmenið yrði gegnumlýst.

„Það hefði mjög fljótt getað orðið að flugvallarbónorði,“ segir Terry. „Það vill enginn láta biðja sín við vopnaleitina!“

Stund sannleikans

Sem betur fer hafði hringurinn af ársveru sína í hálsmeninu. Að henni liðinni var komið að því að biðja Önnu.

Parið fór til Skotlands á tveggja ára sambandsafmæli sínu og skoðuðu hellinn Smoo Cave sem þau hafði lengi langað að sjá.

Terry þóttist eingöngu ætla að taka myndir af hálsmeninu en laumaðist síðan til að kljúfa það í sundur.
Tími til að brjóta Terry þóttist eingöngu ætla að taka myndir af hálsmeninu en laumaðist síðan til að kljúfa það í sundur.

Rétt áður en þau fóru inn í hellinn bað Terry um að fá hálsmenið snöggvast lánað svo hann gæti stillt því upp við stein og smellt af mynd. Þá tók hann upp hníf og klauf hálsmenið í tvennt svo lítið bæri á.

„Ég hefði getað týnt því hálfvitinn þinn“

Terry er afar feginn að allt skyldi hafa gengið að óskum. Í hellinum voru aðeins rómantískari aðstæður til að biðja Önnu heldur en við vopnaleitina. Terry kraup á hné og dró, brotið hálsmenið upp úr vasanum og bað hennar.

Það er ákveðinn blær yfir hellinum sem jók enn frekar á dulúð bónorðsins.
Rómantískt umhverfi Það er ákveðinn blær yfir hellinum sem jók enn frekar á dulúð bónorðsins.

Mynd: 2010 Giles Read, released to public domain

„Anna stóð þarna ringluð í smá stund og var að reyna að átta sig,“ sagði Terry í samtali við Metro. Hún gerði sér síðan grein fyrir því hvað væri í gangi og sagði „já“ við bónorðinu.

„Eftir að hún róaðist niður varð hún skyndilega eitthvað skrýtin og byrjaði að stara á mig. Síðan sagði hún: „Bíddu, er hann búinn að vera inni í hálsmeninu allan tíman?! Ég hefið getað týnt því hálfvitinn þinn!““ Terry segir viðbrögð Önnu hafa verið skemmtilega blöndu af hamingju og pirringi.

Skoski hellirinn hafði lengi verið draumaáfangastaður í huga Önnu og Terry.
Smoo Cave Skoski hellirinn hafði lengi verið draumaáfangastaður í huga Önnu og Terry.

Hér má sjá myndband af bónorðinu sem fer eins og eldur í sinu um netið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda