fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Viðar kvaddi á frábæran hátt: ,,Kaupa, kaupa, kaupa!“

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson lék sinn síðasta leik fyrir Hammarby í kvöld er liðið mætti GIF Sundsvall í Svíþjóð.

Viðar hefur undanfarnar vikur leikið með Hammarby í láni en hann er samningsbundinn Rostov í Rússlandi.

Viðar gerði lánssamning við Hammarby og skoraði sitt sjöunda mark í deild í 3-2 sigri.

Landsliðsmaðurinn skoraði sigurmark Hammarby á 92. mínútu leiksins í dag og kveður því á frábæran hátt.

,,Kaupa, kaupa, kaupa!“ skrifar einn stuðningsmaður Hammarby við færslu félagsins á Twitter.

Aron Jóhannsson hefur gert samning við Hammarby og á að taka við af Viðari í markaskorun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt