fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Opnuðu tvær grafir í Vatíkaninu í leit að líki unglingsstúlku – Fannst ekki en málin flæktust enn meira

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 07:00

Emanuela Orlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru tvær grafir opnaðar í Vatíkaninu í leit að líki Emanuela Orlandi sem hvarf árið 1983 aðeins 15 ára að aldri. Ýmsar samsæriskenningar hafa verið á lofti í gegnum tíðina um hvarf hennar. Margar þeirra tengja Vatíkanið og íbúa þar við hvarfið en faðir Emanuela starfaði í Vatíkaninu. Lengi hafa sögur verið á kreiki um að lík Emanuela hefði verið sett í gröf í Vatíkaninu til að hylma yfir morðið á henni. Páfagarður veitti nýlega heimild til að tvær grafir yrðu opnaðar til að hægt væri að kanna hvort lík Emanuela væri í þeim. Það var gert í síðustu viku og er óhætt að segja að málin hafi flækst enn frekar þegar grafirnar voru opnaðar.

Þegar sérfræðingar lögreglunnar opnuðu grafirnar, sem eru undir þungum marmaralokum, sáu þeir ekkert. Það er að segja að í gröfunum var ekki neitt, engin bein, engar höfuðkúpur eða annað. Þeir höfðu átt von á að finna mannabein í gröfunum sem var lokað 1836 og 1840 og höfðu ekki verið opnaðar síðan að því að best var vitað.

Það kom lögreglumönnum og starfsmönnum Páfagarðs einnig mjög á óvart að undir annarri gröfinni var stór neðanjarðarhvelfing og var hún algjörlega tóm. En það eykur enn á dulúð þessara hvelfingar að hún er tiltölulega nýleg og passar alls ekki við gröf frá 1836 er haft eftir Giorgio Portera, réttarmeinafræðingi, sem var viðstaddur opnun grafanna. Hvelfingin er 4×3,7 metrar og er steinsteypt.

Það bætti síðan enn á flækjustigið að um helgina skýrði Vatíkanið frá því bein úr tveimur manneskjum hefðu fundist í holu undir Teutonic skólanum í þessu litla ríki. Holunum var strax lokað og verða ekki opnaðar aftur fyrr en næsta laugardag þegar búið verður að fá réttarmeinafræðinga á staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin