fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Þingmenn hafa áhyggjur – tifandi tímasprengja

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarliðar óttast að þingmenn Miðflokksins muni ekki virða samkomulag sem gert var í síðasta mánuði um afgreiðslu orkupakka þrjú í haust. Samkvæmt heimildum DV var undirritað samkomulag um að umræðan megi ekki taka meira en þrjá daga þegar þing kemur saman að nýju.  Óttast er að samkomulagið muni ekki halda, enda muni Miðflokksmenn benda á ný sérfræðiálit máli sínu til stuðnings og réttlæta þannig lengri umræðu. Þannig sé allt eins líklegt að málþóf verði aftur raunin.

Víðtækur stuðningur er við orkupakkann í stjórnarliðinu, en samkvæmt heimildum hefur helsta andstaðan verið frá Ásmundi Friðrikssyni í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur lýst sig andsnúinn orkupakkanum og á þessari stundu er óljóst hvernig hann greiðir atkvæði. Þrátt fyrir víðtæka andstöðu meðal almennra flokksmanna í Framsókn og Vinstri grænum er talið að þingflokkar þessara flokka muni standa nokkuð þétt saman og greiða atkvæði með málinu.

Forsvarsmenn stjórnarflokkanna reyna að nýta sumarið til að lægja öldur í þjóðfélaginu vegna þriðja orkupakkans og líka innan sinna raða. Ekki er rætt um ákveðnar breytingatillögur, heldur er þess freistað að koma umræðunni í þann farveg sem þykir henta best.

Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði þó til í síðustu viku að ekki yrði farið í lagningu sæstrengs nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta mál mun hafa verið rætt í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en samkomulag er ekki endilega um þessa tillögu. Frekar er litið á hana sem einn möguleika af mörgum til að finna sátt í þjóðfélaginu um þetta stóra deilumál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar