fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Boris Johnson neitaði að styðja breska sendiherrann

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, sagði af sér í morgun, nokkrum dögum eftir að breskir fjölmiðlar birtu minnisblöð hans þar sem Donald Trump var harðlega gagnrýndur. Þannig sagði Darroch að Trump væri óhæfur forseti og að það sama mætti segja um ríkisstjórn hans. Bandaríkjaforseti svaraði fullum hálsi og sagði að bandarísk stjórnvöld myndu ekki hafa nein samskipti við breska sendiherrann í framtíðinni.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og aðrir ráðherrar ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir fullum stuðningi við Darroch og var sett af stað rannsókn á því hvernig lekinn á gögnunum hefði átt sér stað. Þannig töldu ráðamenn að tiltölulega fáir hefðu haft aðgang að minnispunktunum og því ætti ekki að vera erfitt að finna þann sem bar ábyrgðina.

Sky fréttastofan sagði fyrir stundu að Darroch hefði ákveðið að segja af sér embætti eftir að hann fékk ekki stuðning frá Boris Johnson, sem flest bendir til að verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Þannig hafi Johnson ekki vilja lofa því að Darroch yrði áfram í embætti sem sendiherra í Bandaríkjunum færi svo að Johnson sigraði í leiðtogakjöri íhaldsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta