fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Vilja ókeypis námsgögn fyrir grunnskólanema í Reykjanesbæ

„Mikilvægt réttlætismál,“ segir Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vonandi fær tillagan brautargengi. Ég hef tröllatrú á því,“ segir Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar sem lagði þá tillögu fram á síðasta fundi að Reykjanesbær veiti öllum nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg námsgögn frá og með næsta hausti.

Vill ókeypis námsgögn

Helgi segir tillöguna mikilvægt réttlætismál. Hún hafi verið í gerjun um nokkurt skeið en tvö önnur sveitarfélög á landinu sjá um að útvega námsgögn fyrir nemendur í sínum grunnskólum. Það eru Ísafjörður og Sandgerði.

„Sandgerðingar byrjuðu á þessu fyrir þetta skólaár. Þeir láta ljómandi vel af þessu og allt hefur gengið vel. Ég veit að þeir eru mjög sáttir við að hafa riðið á vaðið,“ segir Helgi og bætir við að sama sé uppi á teningnum á Ísafirði. „Þeir eru búnir að vera með þetta fyrirkomulag í einhvern tíma og ætla ekkert að bakka út úr því.

Vonandi verður þetta samþykkt og Reykjanesbær verður fyrst af þessum stærri sveitarfélögum til að samþykkja þessa breytingu.“

Eiga að njóta jafnræðis

Helgi bendir á að gjaldfrjáls námsgögn styðji við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Þetta skref sé því liður í að vinna gegn mismunun barna og styður að öll börn njóti jafnræðis í námi.

Barnaheill hafa frá árinu 2015 vakið athygli á kostnaði foreldra vegna innkaupa á námsgögnum grunnskólabarna. Samtökin telja slíkan kostnað töluverðan bagga á barnafjölskyldum samhliða því að vera í ósamræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheill hafa ítrekað skorað á yfirvöld að vinna að þessum breytingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað