Eins og flestir vita þá er Glazer fjölskyldan ekki vinsæl í Manchester en hún rekur knattspyrnuliðið Manchester United.
Langflestir stuðningsmenn United vilja sjá Glazer fjölskylduna selja félagið en þar er mikið hugsað um að græða peninga.
Mótmæli fyrir utan Old Trafford, heimavöll United, voru plönuð nýlega og fóru þau fram í gær.
Það er óhætt að segja að mætingin hafi verið heldur slæm en aðeins um 20 manns mættu fyrir utan völlinn.
Kris Voakes, blaðamaður Goal, var staddur á svæðinu og segir að fleiri hafi mætt til að heimsækja verslun félagsins.
Glazer fjölskyldan keypti United árið 2005 og hefur mjólkað kúna mikið en félagið er í mikilli skuld þessa dagana.
The Glazers Out protest was a big dull dud, peaking at about 20 people. There were more going in and out of the Megastore. #MUFC
— Kris Voakes (@krisvoakes) 29 June 2019