fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Kleinuhringjainnrásin endanlega farin út um þúfur

Egill Helgason
Föstudaginn 28. júní 2019 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lítur út fyrir að við sitjum bara uppi með gömlu íslensku kleinurnar. Og kleinuhringi í bakaríum sem bragðast bara eins og kleinur með kremi.

Kleinuhringjainnrásin á Íslandi hefur gjörsamlega misheppnast. Í dag var tilkynnt að síðustu Krispy Kreme kleinuhringjastaðirnir á Íslandi væru að loka.

Fyrir hálfum áratug eða svo hófst innrásin með opnun Dunkin´Donuts á Laugavegi. Þá stóðu landsmenn í löngum biðröðum eftir kleinuhringjum. Gengu á brott með fulla kassa af hinu fituríka sætmeti.

Svo kom Krispy Kreme. Sérfróð kleinuhringjaæta tjáði mér að þeir væru bragðbetri en Dunkin´Donuts. En allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir harða markaðssetningu mistókst þetta hjá þeim – hún fólst meðal annars í því að ekið var hlassi af kleinuhringjum á Elliheimilið Grund.

Kannski var markhópurinn ekki alveg þar.

Íslendingar eru nýungagjarnir en þeir hafa ekki mikið úthald. Þeir tóku kleinuhringjunum fagnandi. Um tíma voru sölustaðirnir fjölmargir – Dunkin´Donuts ætlaði að opna 16 staði. En svo hætti fólkið að koma og allt fór út um þúfur.

Við höfum semsagt okkar gömlu kleinur – misjafnar að gæðum, oft nokkuð þurrar. Á það hefur reyndar verið bent að á ensku gætu þær nefnst doughknot eða einfaldlega doknot, svona ef við viljum fara að markaðssetja þær fyrir útlendinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar