fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Er Breiðablik með dómarana í vasanum líkt og Liverpool?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. júní 2019 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik komst áfram í undanúrslit bikarsins i gær með fínum sigri á Fylki í framlengdum leik, markið sem kom Blikum yfir í framlengingu átti ekki að standa. Höskuldur Gunnlaugsson var rangstæður og virtist að auki brjóta af sér.

Hjörvar Hafliðason og lærisveinar hans í Dr Football ræddu þetta í þætti sínum í dag, þar var talað um að Blikar væru að fá sömu heppni í dómgæslu, og Liverpool fékk í vetur, í ensku úrvalsdeildinni.

,,Það var einn góður Bliki sem er líka Liverpool maður, sem kom til mín. Hann elskar lífið eins og staðan er núna, hann sagði ´Ég er ekki bara með dómarana í vasanum á Englandi, heldur er ég líka með þá í vasanum á Íslandi´,“ sagði Hjörvar í þættinum

,,Þetta er mjög sambærilegt og með Liverpool og vonandi endar þetta eins, bæði lið í öðru sæti,“ sagði Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins. Breiðablik berst við KR á toppi Pepsi Max-deildar karla.

Hjörvar fór þá að tala um atvik sem fallið hafa með Blikum í sumar.

,,Hann talaði um markið sem var tekið af Grindavík í fyrstu umferð, ólöglega markið sem jafnaði leikinn gegn HK, hann talaði um vítin sem KA átti að fá gegn Blikum í 4. umferð. Hann minntist auðvitað á vítið sem ÍBV átti að fá í stöðunni 2-1 um daginn. Lukkan í allri dómgæslu er með þeim,“ sagði Hjörvar en Kristján Óli spurði hver hefði tekið þetta saman, Hjörvar sagði að gárungur hefði gert það.

,,Þessi gárungur má sjampóa á mér rassgatið,“ sagði Kristján Óli, fyrrum leikmaður Blika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli