fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

12 látnir af völdum lífshættulegrar sýkingar – Smitast við kossa og snertingu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldgæf bakteríusýking sem upp kom í Essex á Englandi hefur haft mjög alverlegar afleiðingar, 12 eru nú þegar látnir af völdum sýkingarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá National Health Service í Essex  hafa alls 32 smitast af þessum alvarlega sjúkdómi, sem eru svokallaðir „A-streptókakkar“. BBC skýrir frá þessu.

Samkvæmt BBC hefur Public Health England (PHE) varað við því að hætta sé á að fleiri muni látast af völdum þessarar bráðsmitandi sýkingar.

Bakterían er í hálsi og á höndum

Bakterían leggst meðal annars á háls og hendur og getur fólk verið smitað af sjúkdómnum án þess að finna fyrir neinum einkennum. Bakterían getur lifað nógu lengi í hálsinum og á höndunum til þess að hún geti borist manna á milli með kossum, hnerra eða snertingu.

Talið er að sýkingin hafi fyrst komið upp í Braintree og hafi síðar dreift sér til Chelmsford og Maldon.

Flestir þeirra sem hafa smitast og látist af völdum sýkingarinnar er eldra fólk, sem hefur verið meðhöndlað vegna krónískra sára á elliheimilum og víðar.

Dr Jorg Hoffman frá Public Health England segir að um mjög alvarlegt tilfelli sé að ræða. Hann segir að vírusinn sé enn að dreifa sér og að fram til þessa hafi ekki tekist að koma alveg í veg fyrir að hann smitist. Hann segist vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld nái með sameiginlegu átaki að ná tökum á ástandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi