fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Sjálfstæðismenn vilja verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við fjölmiðla á þessu þingi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að verulegar breytingar verði gerðar á frumvarpinu áður en það verður lagt fram á nýjan leik í haust.  Hermt er að þingflokkurinn geri það að skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir heimildamanni að hann muni ekki eftir frumvarpi sem afgreitt hafi verið úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Meðal annars er sett sem skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að lágmarki verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri ríkismiðilsins og hann helst dreginn alveg af samkeppnismarkaði.

Frumvarpi Lilju er ætlað að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla en það náðist ekki að taka það til umræðu áður en Alþingi fór í sumarfrí.

Fréttablaðið hefur eftir Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að þrátt fyrir að þingflokkurinn hafi afgreitt frumvarpið hafi verið samstaða um að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Margir fyrirvarar séu við frumvarpið hjá mörgum þingmönnum flokksins.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þeirrar skoðunnar að ef styrkja eigi stöðu sjálfstæðra fjölmiðla verði að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem miðillinn nýtur yfirburða.

„Það verður að jafna leikvöllinn.“

Hefur Fréttablaðið eftir Óla Birni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar