fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Lögum um kynrænt sjálfstæði fagnað þótt ýmislegt mætti betur fara – Sjáðu hvað felst í lögunum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru ný lög um kynrænt sjálfræði samþykkt á Alþingi. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna lögunum af „öllu hjarta, enda fela þau í sér ákaflega mikilvæga réttarbót fyrir trans og intersex fólk á Íslandi. Við gleðjumst yfir því að umræðan sem fram hefur farið á Alþingi, bæði á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar sem og á þingfundum, hefur að mestu verið málefnaleg og góð,“ segir á heimasíðu Trans Íslands, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi.

En hvað þýða lögin og hvað mun breytast?

Hvorki skráð sem karl né kona

Meginbreytingarnar sem í lögunum felast eru tvær: Sú fyrri er hlutlaus kynskráning, þ.e. að hægt verður að skrá sig sem hvorki karl né konu – táknað með X á skilríkjum.

Seinni meginbreytingin er að fólki verður frjálst að gera breytingar á kynskráningu sinni án þess að þurfa fyrst greiningu á svokölluðum „kynáttunarvanda“ af hendi heilbrigðiskerfisins með tilheyrandi biðtíma og óvissu. Börn undir 18 ára aldri munu jafnframt geta skráð sitt rétta kyn og nafn í Þjóðskrá með samþykki foreldra. Ef samþykki foreldra liggur ekki fyrir geta þau leitað til sérstakrar sérfræðinefndar,

segir á heimasíðu samtakanna.

Það sem betur mætti fara

Trans Ísland samtökin segja að þó nýju lögin séu góð þá séu enn mál sem taka þurfi á:

Lög um kynrænt sjálfræði eru afar nauðsynlegt og gott skref fram á við. Við verðum þó að horfast í augu við það að Alþingi lét tækifæri til þess að smíða framúrskarandi löggjöf í málefnum hinsegin fólks renna sér úr greipum við meðferð málsins. Við viljum koma á framfæri vonbrigðum með ákveðna hluta laganna sem við teljum að hefðu mátt betur fara.

Í fyrsta lagi ber að nefna málefni intersex barna, sem hljóta ekki þegar í stað vernd gegn þeim mannréttindabrotum sem ónauðsynleg og óafturkræf inngrip í líkama þeirra eru. Við treystum því að niðurstöður nefndarinnar sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði laganna skili fljótt og örugglega tillögum að nýrri löggjöf sem veiti þessum hópi loksins lagalega vernd. Einnig má nefna aðrar breytingar sem gerðar voru í meðferð málsins, t.d. þá ákvörðun að fjarlægja lögbundið samráð við hagsmunafélög og hækkun aldurstakmarks fyrir nafna- og kynskráningarbreytingu án aðkomu foreldra eða sérfræðinefndar, en í frumvarpinu sem lagt var fram til fyrstu umræðu var miðað við frjálsa kynskráningu frá 15 ára aldri.

Enn er ýmislegt sem þarf að bæta þegar kemur að réttarstöðu hinsegin fólks hérlendis og vonumst við til þess að á næstu árum verði Ísland í fararbroddi þegar kemur að réttarstöðu alls hinsegin fólks. Við þökkum öllum sem hafa lagt okkur lið í baráttunni og fögnum þessu mikla framfaraskrefi sem hér hefur verið stigið. Við vonumst til þess að það verði stigið til fulls sem allra fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?