fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

„Ég sé oft fyrir mér dramatískt sveitasetur með arni og plötuspilara og ég skýt mig í hausinn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nafnlausum skilaboðum sem bárust twitter-aðganginum Karlmennskan, lýsir 33 ára karlmaður sjálfsvígshugsunum sínum.

„Ég hef hugsað um að drepa mig í ca. ár. 12 mánuðir þar sem ég hef pælt í hvernig áhrif það hefði á vini mína, vinnufélaga, ættingja, eiginkonu og hund. Ég hef pælt í hvernig er best að gera það þannig að enginn nákominn gæti mögulega komið að mér,“ skrifar maðurinn.

Hann lýsir einnig hugsunum sínum varðandi það hvernig hægt væri að framkvæma verknaðinn.

„Ég er mikill kvikmyndaaðdáandi og ég sé oft fyrir mér dramatískt sveitasetur með arin og plötuspilara og ég skýt mig í hausinn. En ég er frekar raunsær og sé ekki fyrir mér að ég geti reddað mér byssu,“ segir maðurinn og heldur áfram:

„Ég hef hugsað mér að keyra í sjóinn. Þá á mínum bíl auðvitað svo ég sé ekki að skemma bílinn hjá konunni minni.“

Hugsar út í áhrifin

Maðurinn ónefndi segist hugsa um hvaða áhrif þetta hefði á fjölskyldu, vini og vinnufélaga. „Svo koma dagarnir þar sem ég er alveg viss um að konan mín, mamma og strákarnir spjari sig alveg án mín. Það eru dagarnir sem ég er hræddastur við. Að hvatvísin fái þá að ráða og ég klára dæmið.“

„Ég græt nánast daglega og ég veit ekki af hverju. Í meira en 10 ár hefur mér liðið svona. Síðasta árið hefur þetta svarta sem vofir yfir mér stækkað og orðið þykkara,“ segir maðurinn.

„Það er erfitt að skilja af hverju. Við konan erum mjög glöð saman, gift í 6 ár, og eigum okkar eigin 5 svefnherbergja íbúð. Ég er í frábærri vinnu, elska vinnufélagana og allt við starfið.“

„Ég á marga vini sem myndu hjálpa mér í nánast hvaða aðstæðum sem er. Ég er umkringdur fjölskyldu. Af hverju líður mér svona illa?“

Hvetur fólk til að leita sér hjálpar

Maðurinn segir svo frá því að hann hafi heimsótt sálfræðing „Eftir fyrsta tíma hjá sálfræðingi vorum við komnir með plan. Ég ætlaði að reyna að minnka álag og ráða sjálfur mínum tíma og ekki eyða honum í aðra nema að mig langaði til. Ég reyndi að kortleggja tilfinningarnar og hvaðan þær koma,“ segir hann og bætir svo við. „Við komumst að því að ég væri að brenna út. 33ja ára að brenna út.“

Að lokum talar maðurinn um það hvernig eitruð karlmennska hafi plagað sig. „Hvort sem það er að ég held að ég get gert allt sjálfur eða að hugsa að andleg veikindi séu aumingjaskapur,“ síðan bendir hann á að úrræðin séu dýr. „Ég mæli með að fólk leiti sér hjálpar. Það er þess virði, það er fólk þarna úti sem getur hjálpað. Maður þarf að kyngja stoltinu.“

Twitter-aðgangur Karlmennskunnar bendir síðan á hvar sé hægt að leita sér hjálpar og birtir mynd með grafi sem sýnir hversu algeng sjálfsvíg eru á meðal ungra karlmanna.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum