fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Aron segir yngri leikmenn ekki taka nógu vel í hlutina: ,,Erum ekki að hrauna yfir þá eða gera lítið úr þeim“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var gestur í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn í gær.

Aron Einar er staddur hér á landi þessa stundina en hann tók þátt í landsliðsverkefni með Íslandi á dögunum.

Aron fór yfir athyglisvert mál í þættinum þar sem hann ræðir yngri leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Arnór Sigurðsson.

Þeir hlusta á eldri leikmenn landsliðsins og taka vel við gagnrýni. Aron viðurkennir þó að það komi fyrir að þeir fái nóg af því að hlusta á endalaus ráð frá öðrum strákum.

,,Þeir yngri taka ekki alveg nógu vel í hlutina en alls ekki hérna með landsliðinu eins og Albert og Arnór sem eru að koma inn í þetta,“ sagði Aron.

,,Þeir bera mikla virðingu fyrir eldri strákunum og hlusta en það kemur alveg fyrir að þeir eru svona ‘oh jesús, ætlar hann ekkert að hætta.’ Þeir samt vita það að við eldri drengirnir erum að reyna að hjálpa þeim.“

,,Þeir átta sig á því, við erum ekki bara að hrauna yfir þá til þess að hrauna yfir þá eða gera lítið úr þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“