fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Píratar styðja við Assange: „Bein aðför að fjölmiðlafrelsi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 08:57

Julian Assange, stofnandi Wikileaks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Pírata fordæmir harðlega framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur Julian Assange í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í morgun. Er framsalan sögð aðför að fjölmiðlafrelsi:

„Framganga bandarískra stjórnvalda í máli Assange er bein aðför að fjölmiðlafrelsi enda er gróflega vegið að vernd uppljóstrara sem gjaldfellir lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Blaðamenn sem fjalla um jafn brýn mál og þjóðaröryggi eru nú orðnir að skotspóni lögregluaðgerða og lögsókna. Hafa verður í huga að fyrir tilstuðlan Julian Assange var almenningur upplýstur um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra.

Þegar fjölmiðlafólk nýtur ekki verndar til að fjalla um viðkvæmarupplýsingar grefur það undan getu þeirra til stunda gagnrýna blaðamennsku. Herferð Bandaríkjastjórnar gegn blaðamennsku af þessari tegund mun hafa víðtæk áhrif sem munu bergmála um allt samfélagið.

Píratar vona að breskir dómstólar muni við meðferð framsalsbeiðni Assange síðar í dag láta tjáningarfrelsi og réttindi fjölmiðla vega þyngra en þöggunartilburði og hefnigirni Bandaríkjastjórnar.“

Assange var handtekinn London í apríl hvar hann dvaldi í sendiráði Ekvador. Hefur hann verið í fangelsi síðan, en í gær skrifaði innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, undir framsalsbeiðni til Bandaríkjanna. Óttast er um afdrif ASsange þar í landi, en Bandaríkin hafa gefið út átján ákærur á hendur honum fyrir tölvuglæpi og britingu trúnaðarupplýsinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“