fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins

Egill Helgason
Föstudaginn 14. júní 2019 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru kosningar í Grikklandi 7. júlí. Nær öruggt er að Nea Demokratia, hægriflokkurinn sem oft er kennt um að hafa komið landinu í kreppu fyrir áratug, mun sigra í kosningunum. Nea Demokratia er ekki ólíkur Sjálfstæðisflokknum, breiður hægriflokkur sem höfðar líka inn á miðjuna og er afar hagsmunatengdur.

Gríska kerfið er þannig að flokkurinn sem fær flest atkvæði hreppir 50 þingmenn í eins konar bónus, það gerir flokknum þá auðveldara að ná meirihluta á þingi. En þessum reglum hefur reyndar verið breytt – en þær verða í gildi í þessum kosningum.

Það er úti um ævintýri hjá Alexis Tsipras, fosætisráðherra og leiðtoga vinstri flokksins Syrisa. Hann komst til valda og var þá talinn vinstri sinnaðasti þjóðarleiðtogi í Evrópu, lofaði að standa uppi í hárinu á Evrópusambandinu og lánveitendum Grikklands. Það gekk ekki eftir, yfirgnæfandi nei í þjóðaratkvæðagreiðslu varð loks að nokkuð auðmjúku jái.

Einn besti stjórnmálaskýrandi sem ég þekki er karl sem nefnist Bambis. Hann er bílstjóri, ekur mér þegar ég kem til Aþenu. Bambis segir að Grikki langi ekkert að kjósa Mitsotakis, formann Nea Demokratia, en þeir vilji refsa Tsiprasi. Hins vegar, bætti hann við, muni leigubílstjórar sem yfirleitt kjósi til hægri kjósa Tsipras að þessu sinni – sökum þess að hann kom í veg fyrir að Uber næði að starfa í Aþenu.

Það eru ýmsir skrýtnir hlutir í grískum stjórnmálum. Til dæmis er þar gallharður kommúnistaflokkur, það er hinn gamli flokkur frá því á tíma Stalíns. „Hann er eins og sement,“ segir Bambis. Ekkert haggar honum, hann fær alltaf fylgi upp á 5 prósent. Kommúnisminn féll alls staðar en þessi flokkur heldur alltaf áfram.

Svo er það Yanis Varoufakis, hagfræðingurinn sem var fjármálaráðherra hjá Tsiprasi um tíma. Varoufakis er stjarna út um allan heim, eftirsóttur fyrirlesari og samfélagsrýnir. En í Grikklandi er hann ekki vinsæll, segir Bambis. Varoufakis stofnaði nýjan flokk sem er með svona 2 prósent í skoðanakönnunum. Það þýðir að hann nær ekki á þing.

„Varoufakis fór á sínum tíma á fund Evrópusambandsins og ætlaði að spila póker,“ segir Bambis. „En þú getur ekki haldið að þú munir vinna þegar þú spilar við eiganda spilavítisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar