fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Tölvuþrjótur stal upptökum frá Radiohead og hótaði að opinbera þær – Krafðist 19 milljóna króna

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 16:01

Rússneskir tölvuþrjótar eru til alls vísir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Radiohead varð fyrir árás tölvuþrjóts í síðustu viku. Þetta kemur fram í tísti frá Johnny Greenwood, gítar- og hljómborðsleikara hljómsveitarinnar.

Brotist var inn á harða diskinn hjá söngvara hljómsveitarinnar, Thom Yorke. Diskurinn innihélt um 18 klukkutíma af efni sem var unnið í tengslum við plötuna OK Computer.

Tölvuþrjóturinn krafðist 150 þúsund dollara fyrir að gefa efnið ekki út en meðlimir Radiohead tóku málin í sínar eigin hendur.

Í stað þess að láta tölvuþrjótinn fá peninginn sem nemur um 19 milljónir í íslenskum krónum ákváðu þeir að gefa efnið sjálfir út.

Þeir gerðu allar upptökurnar aðgengilegar á streymiveitunni Bandcamp. Þar geta aðdáendur hljómsveitarinnar keypt plötuna og allur ágóðinn rennur síðan til hjálparsamtakana Extinction Rebellion.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost