fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Þrír létust í flugslysinu í Fljótshlíð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2019 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír létust og tveir eru alvarlega slasaðir eftir að einkaflugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð um klukkan 20.30 í gærkvöldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.

Líðan þeirra slösuðu er stöðug. Rannsókn á tildrögum slyssins er í gangi og ekki verður unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Lögreglunni barst tilkynning um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð rétt eftir hálf níu í gærkvöldi. Eldur var þá laus í flugvélinni en fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn.

Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur viðbragsteymi Rauðakross Íslands verið sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni