fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Kolbeinn gat ekki labbað og hlustaði á lygasögur: ,,Þeir voru alltaf að gefa þeim vonir“

433
Sunnudaginn 9. júní 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kolbeinn Sigþórsson sem er einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, þá sérstaklega þegar hann hefur klæðst treyju landsliðsins.

Kolbeinn samdi við tyrknenska stórliðið Galatasaray árið 2016 en hann skrifaði undir lánssamning við félagið.

Það voru miklar væntingar gerðar til Kolbeins sem átti að sjá um markaskorun liðsins.

Kolbeinn spilaði hins vegar aldrei leik fyrir Galatasaray og eftir fjóra mánuði var hann sendur aftur til Frakklands.

Sagan á bakvið þetta ævintýri í Tyrklandi er áhugaverð en stuðningsmönnum Galatasaray var lofað hlutum sem voru aldrei að fara að gerast.

,,Maður fann að fólk beið eftir því að maður myndi spila. Læknarnir í liðinu voru að segja að ég myndi byrja að spila eftir viku,“ sagði Kolbeinn.

,,Þá var ég bara uppi á hóteli með löppina upp í loftið. Hún var bólgin og ég gat ekki labbað. Þeir voru alltaf að gefa þeim vonir um að ég væri að fara að spila því pressan var svo mikil.“

,,Ég var nýkominn, aðalframherji klúbbsins og svo kem ég og get ekkert spilað. Eftir þessa aðgerð sem átti að vera auðveld.“

,,Ég komst aðeins í bolta en svo eftir korter með bolta þá byrjaði ég að bólgna. Þá gat ég ekkert hreyft mig eftir það. Á endanum var ákvæði í samningnum að ef ég myndi ekki spila eftir fjóra mánuði að þá mættu þeir láta mig fara. Það var ákveðið að rifta.“

,,Eftir það fer ég í skoðun hjá Nantes aftur og þeir þá pínu gefa í skyn að ég þyrfti að leggja skóna á hilluna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar