fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Atvikið sem allir Íslendingar muna eftir: ,,Þeir horfðu í augun á okkur og sáu að við ætluðum ekki að tapa“

433
Laugardaginn 8. júní 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kolbeinn Sigþórsson sem er einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, þá sérstaklega þegar hann hefur klæðst treyju landsliðsins.

Eitt frægasta mark í sögu íslenska landsliðsins er í eigu Kolbeins er hann skoraði sigurmarkið gegn Englandi á EM 2016.

Það mark ættu allir að kannast við en Kolbeinn tryggði Íslandi 2-1 sigur með marki í fyrri hálfleik.

England hafði komist yfir snemma leiks með marki frá Wayne Rooney en strákarnir okkar höfðu að lokum betur 2-1 og fóru í 8-liða úrslit.

,,Það mark stendur klárlega upp úr. Við fengum mark á okkur eftir 8 mínútur eða eitthvað og þá hugsaði maður með sér: ‘shit, týpískt eitthvað,“ sagði Kolbeinn er hann rifjaði upp atvikið.

,,Svo kveiknar eitthvað hjá þessu liði, við komum til baka á hárrétti mómenti, strax í grímuna á þeim, 1-1.“

,,Þá finnur maður það bara að við erum komnir með momentumið og þegar þú ert inni á vellinum þá finnurðu það. Þú horfir í augun á leikmönnum og sérð að þessir gæjar ætli ekkert að tapa þessum leik.“

,,Þannig held ég hugsuðu Englendingar þegar að þeir fundu fyrir orkunni í okkur. Það er erfitt að spila gegn svona liði sem vinnur fyrir hvorn annan.“

,,Að ná þessum úrslitum þarna og skora sigurmarkið, það er algjörlega toppurinn á ferlinum hjá mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ
433Sport
Í gær

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu