fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar gaf Þorgrími aðvörun: Las upp úr pistli hans – „Þið eruð sjálfir að gera lítið úr ykkur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Valsmenn eru búnir að væla sig inn í vandræði, eru núna í neðsti sæti Pepsi Max-deildarinnar,“ sagði Hjörvar Hafliðason, Dr Football, í hlaðvarpsþætti sínum í dag.

Valur er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar hjá körlunum, mikið hefur verið ritað og rætt um félagið. Það fer ekki vel í alla, hins vegar bjuggust allir við að Valur yrði í toppbaráttu. Liðið hefur unnið deildina tvö ár í röð, og voru allir að spá því að liðið myndi taka þann þriðja.

,,Þeir eru búnir að væla svo mikið að það er með ólíkindum. Þorgrímur Þráinsson, skrifaði pistil í vikunni,“ sagði Hjörvar en Þorgrímur er formaður félagsins, Hjörvar last línu úr pistli hans.

Úr pistli Þorgríms sem Hjörvar las upp
Um þessar mundir hlakkar í andstæðingum Vals, fjölmargir spekingar keppast við að gera grín að félaginu, leikmönnum meistaraflokks í fótbolta og þjálfurum. Líklega vegna að þeir hafa aldrei gert mistök sjálfir, líf sumra er greinilega alltaf dans á rósum. Öfundsvert eða hvað?

Hjörvar hélt svo áfram að tala. ,,Mér líður eins og ég sé búinn að taka ´Crazy pills´hérna. Það er ekki neinn að gera lítið úr Val, þið eruð að því sjálfir. Þið eruð í neðsta sæti, þið eruð með mesta fjármagnið, þið eruð Íslandsmeistarar og eruð í neðsta sæti þegar 1/3 af mótinu er búið.,“ sagði Hjörvar sem var svekktur með Þorgrím.

,,Toggi, eðlilega væri ég að gefa þér gula spjaldið núna, en ég gef þér aðvörun. Þetta sæmir ekki manni sem er búinn að spila fótbolta, þekkir leikinn inn og út. Auðvitað er talað um liðið sem varð Íslandsmeistari í fyrra og var spáð Íslandsmeistaratitlinum, er með stærsta fjármagnið. Er í neðsta sæti þegar þriðjungur er búinn, ég verð að kalla eftir standard.“

Þátt dagsins má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Í gær

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Í gær

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár