fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Vanræksla og vanhæfi: Starfsleyfi Thorsil kært aftur og aftur

Íbúar í Reykjanesbæ, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands standa fyrir kærunni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. mars 2017 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgáfa starfsleyfis fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur verið kærð en ekki er langt síðan Umhverfisstofnun gaf það út. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála barst kæran í gær en greint er frá málinu á vef Víkurfrétta.

Telur kæran alls 13 blaðsíður þar sem fram kemur rökstuðningur ásamt fylgiskjölum en í þeim eru reifaðir margvíslegir vankantar á útgáfu leyfisins. Telja kæruaðilar meðal annars að Umhverfisstofnun hafi vanrækt rannsókn á heildaráhrifum mengunar sem af verksmiðjunni mun stafa auk þess sem skort hafi á rannsókn á samlegðaráhrifum loftmengunar fyrir bæði kísilmálmverksmiðju Thorsil og kísilmálmverksmiðju United Silicon.

Þá telja þeir einnig að Umhverfisstofnun hafi ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína og yfirsést að öll mál, sem falla undir mat á umhverfisáhrifum, eru á borði leyfisveitandans.

Þá benda kæruaðilar einnig á ýmis atriði sem bendi til vanhæfis Umhverfisstofnunar í málinu. Það er álit kærenda, að fyrir hendi séu þær aðstæður, sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni stofnunarinnar og starfsmanna hennar í efa með réttu.

Á vef Víkurfrétta segir einnig að Umhverfisstofnun hafi gefið út starfsleyfi fyrir verksmiðjuna í byrjun febrúar síðastliðnum en fyrra starfsleyfið var gefið út í september á síðasta ári. Það var kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og afturkallað í kjölfarið vegna formgalla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans