fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Unglingspiltar slógust þegar fimm barna faðir skarst í leikinn og hélt þrumuræðu – Sjáðu myndbandið

Ibn Ali Miller verið hrósað í hástert fyrir afskipti sín af tveimur unglingspiltum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ibn Ali Miller er reiður og sorgmæddur. Ekki vegna þess að honum tókst að tala tvo unglingspilta í Atlantic City frá því að berja hvorn annan, ekki vegna þess að myndband af honum að skipta sér af slagsmálunum fer nú eins og eldur í sinu um netið – og pottþétt ekki af því að körfuboltamaðurinn LeBron James hrósaði honum á Twitter-síðu sinni.
Nei, Miller er reiður og sorgmæddur yfir því að engum öðrum en honum hafi dottið í hug að skipta sér af og stöðva slagsmálin.“

Farið víða um netið

Svona hefst frétt á vef Newser um slagsmál tveggja unglingspilta í Atlantic City í Bandaríkjunum á mánudag. Myndband af slagsmálunum, eða öllu heldur eftirmálunum, hefur farið víða um netið síðustu daga og hefur Miller verið hrósað í hástert fyrir afskipti sín.

Ekki nóg með það heldur varð þrumuræða hans til þess að piltarnir tókust í hendur og skildu sáttir.

Hellti sér yfir áhorfendur

„Þetta ætti ekki að vera stórmál. Það ætti að vera eðlilegt að skipta sér af,“ sagði Miller eftir að hafa tekið við viðurkenningu frá borgaryfirvöldum í Atlantic City.

Miller, sem er námsmaður og fimm barna faðir, varð var við átök piltanna tveggja og sá sem var að einhver myndi slasast. Hópur ungmenna hafði safnast saman í kringum drengina sem voru hvattir áfram. Allir virtust vilja horfa á drengina slást.

Miller kom þá aðvífandi og hellti sér yfir nærstadda auk þess sem hann hélt þrumuræðu yfir drengjunum tveimur.

„Hefði getað farið öðruvísi“

Jamar Mobley, annar piltanna sem slóst, segir við CBS Philly að hann sé þakklátur Miller fyrir að hafa skipt sér af. „Þetta hefði getað farið öðruvísi,“ segir hann.

Sem fyrr segir hafa margir hrósað Miller, þeirra á meðal er LeBron James, einn allra besti körfuboltamaður heims í dag. Þá hlaut Miller viðurkenningu sem fyrr segir frá Atlantic City í vikunni. Á athöfn honum til heiðurs þakkaði Miller móður sinni fyrir gott uppeldi. Sagði hann að í hvert skipti sem hann kom sér í vandræði sem barn hefði móðir hans látið hann setjast niður og semja ljóð eða sögu til að ná sér niður.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns