fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Þetta hafði Eiður Smári að segja þegar hann sá lætin í dag: ,,Þetta var ömurlegt“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikill hiti á æfingu Chelsea í dag en liðið undirbýr sig fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Chelsea spilar við Arsenal í úrslitunum á morgun en um er að ræða síðasta leik liðannna á tímabilinu.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, var gestur í setti BT Sport í dag þar sem hitað var upp fyrir leikinn.

Eiður tjáði sig á meðal annars um það sem gerðist á æfingunni en þeir Gonzalo Higuain og David Luiz rifust aðeins sem varð til þess að stjórinn Maurizio Sarri gekk burt mjög reiður.

,,Þetta er áhyggjuefni, það hlýtur eitthvað að hafa gerst,“ sagði Eiður í settinu.

,,Þetta er leikmannahópur þar sem má sjá marga stóra persónuleika. Það síðasta sem þú vilt er að einn af þínum leikmönnum meiðist.“

,,Það er eitthvað sem gerði stjórann mjög reiðan eins og má sjá. Síðustu 15-20 mínúturnar á æfingunni voru ömurlegar.“

,,Leikmenn standa bara þarna og það er augljóst að eitthvað hefur gerst. Það hefur eyðilagt æfinguna, þannig lítur þetta út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal reynir að losa sig við rækjusamlokustuðningsmenn með nýrri aðferð

Arsenal reynir að losa sig við rækjusamlokustuðningsmenn með nýrri aðferð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu