fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Sjómennirnir hafa verið reknir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómennirnir  sem pyntuðu Grænlandshákarl til dauða og deildu myndbandi af verknaðinum á Facebook hafa verið reknir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá útgerðarfélaginu Sæfelli, sem er eigandi og útgerðaraðili Bíldseyjar SH 65, en þar um borð átti verknaðurinn sér stað. Sjómennirnir skáru sporðinn af skepnunni og hlógu sig máttlausa yfir verknaðinum.

Yfirlýsing útgerðarinnar er eftirfarandi:

„Við eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 hörmum og fordæmum þann óhugnanlega atburð sem kemur fram í myndbandi sem fylgir frétt DV í dag.

Við höfum hingað til reynt að  tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífríkið almennt.

Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur.

Eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 eiga ekki annan kost en að hafna frekari vinnuframlagi manna sem sýna af sér slíka hegðun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu
Fréttir
Í gær

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Í gær

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði
Fréttir
Í gær

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?