fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Herjólfur á leið heim – Samið um lokauppgjör

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. maí 2019 15:38

Nýi Herjólfur. Mynd- Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur samþykkt tilboð Vegagerðarinnar um lokauppgjör vegna smíði Herjólfs og styttist því í að ferjan verði afhent.  Tilboðið hefur verið samþykkt en samningar hafa ekki verið undirritaðir en vænta má þess að það verði gert fljótlega. Tilboðið var sent skipasmíðastöðinni í morgun, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegagerðin hefur átt í stífum samningaviðræðum við skipasmíðastöðina frá því í lok febrúar þegar ljóst var að stöðin krefðist viðbótargreiðslu upp á  8,9 milljónir Evra. Sú krafa var að mati Vegagerðarinnar ekki í samræmi við efni samnings um smíði skipsins.  Í núverandi sáttagerð hefur Vegagerðin fallist á að greiða stöðinni viðbót við smíðaverð upp á 1,5 milljónir Evra auk þess að falla frá kröfu um tafabætur að andvirði 2 milljóna evra. Það er álit Vegagerðarinnar að með þessu sé fram komin lausn sem báðir aðilar geta við unað um leið og forðað verði  frekara tjóni vegna tafa á afhendingu skipsins.

„Vegagerðin fagnar því að þessi óvenjulega deila er leyst og að það styttist að nýr Herjólfur komi til landsins.  Það er langþráð tilhlökkunarefni að fá nýtt skip í siglingar milli lands og Eyja og bæta þannig samgöngur á þessari mikilvægu siglingarleið. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar