fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Óhugnanleg sjón blasti við nýjum eigendum

Fluttu inn á nýtt heimili í Houston um helgina – Munu ekki fara upp á háaloftið í bráð

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir eigendur einbýlishúss í Houston voru fullir eftirvæntingar þegar að flutningar stóðu yfir um helgina. Húsgögn og aðrir persónulegir munir fylltu húsið jafnt og þétt en eins og gengur fóru einhverjar kassar beint í geymsluna, sem í þessu tilviki var staðsett í háaloftinu. Skyndilega kom einn hinna nýju eiganda auga á rauð gleraugu bak við þil á háaloftinu og síðan það sem sendi kalt vatn milli skins og hörunds viðkomandi. Bein.

Í umfjöllun Houston Chronicle kemur fram að mikil ráðgáta hafi umlukt afdrif fyrri eiganda hússins. Hin 61 árs gamla Maria Cerutti virtist hafa gufað upp fyrir tveimur árum síðan. Hún hafði verið áberandi í baráttu íbúa hverfisins gegn umfangsmikilli íbúðabyggð sem reisa átti við hlið heimili hennar. Að mati Cerutti og annarra íbúa var framkvæmdin í hróplegu ósamræmi við aðrar byggingar í hverfinu.

En skyndilega hætti að heyrast í Maríu Cerutti. Garðurinn hennar féll í órækt, bréfpóstur hrúgaðist upp og afborganir af íbúðarláninu hættu að berast. Nágrannarnir hringdu í lögregluna sem að braust inn á heimilið og leitaði í dyrum og dyngjum án árangurs. Það eina sem tók á móti þeim voru nokkrir dauðir kettir sem að María annaðist en gátu enga björg sér veitt eftir hvarf húseigandans. Einn nágranni réð meira að segja einkaspæjara til þess að hafa upp á Maríu en sú vinna skilaði engu. Hún átti engin börn, aðeins fyrrverandi eigmann, David Cerutti, sem að flutti hafði til New York eftir skilnað þeirra.

Örlög Maríu virtust óleysanleg ráðgáta og eftir tæp tvö ár var húsið hennar auglýst til sölu. Nýir eigendur gerðu það upp og ráðgerðu að klára flutninganna allt þar til að hin óhugnalegi fundur átti sér stað.

Fregnirnir af gleraugna- og beinafundinum vakti því gríðarlega athygli í þessu litla samfélagi í Houston. Hvað skeði fyrir Maríu Cerutti? Var hún mögulega myrt? Á þessari stundu er málið í rannsókn en ekki þykir útilokað að hún hafi hreinlega hrasað inn í holrýmið í veggnum og fest sig þar. Ömurlegri dauðdagi er vandfundinn en þar til að niðurstaðan liggur fyrir þá bíða nágrannar og vinir Maríu Cerutti með öndina í hálsinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Mourinho næstur til að elta peningana?

Mourinho næstur til að elta peningana?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City