fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

„Ég fann fyrst fyrir þunglyndi þegar ég var í 8. bekk grunnskóla. Ég man það því þá skaðaði ég sjálfa mig í fyrsta skipti“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 17. maí 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég þjáist af þunglyndi. Ég er í skóla, vinnu og í líkamsrækt til þess að hafa rútínu. Til þess að hafa tilgang. Ég fann fyrst fyrir þunglyndi þegar ég var í 8. bekk grunnskóla. Ég man það því þá skaðaði ég sjálfa mig í fyrsta skipti. Ég hafði aldrei heyrt um að fólk skaðaði sjálfan sig þegar því leið illa þegar ég gerði þetta fyrst. Ég hélt að ég væri að verða geðveik. Tárin runnu ósjálfrátt frá augum mínum og ég vissi ekki afhverju. Andlegi sársaukinn var búinn að vera til staðar í smá tíma en í þetta skipti þá gat hausinn minn ekki meir. Ég varð að róa mig einhvern veginn niður og gerði það með því að skaða sjálfa mig.

Skiptin sem að ég skaðaði sjálfa mig urðu fleiri og ör farin að sjást á líkama mínum. Mér datt ekki í hug að það myndu koma ör frá þessum sjálfskaða fyrr en að ég var komin með 4 misstór ör. Fólk byrjaði að taka eftir þessu og ég laug að þeim að ég hefði dottið eða rekið mig í og skorist illa. Ég skammaðist mín fyrir örin og reyni enn þann dag í dag að forðast að fólk sem að ég er að kynnast eða þekki ekki neitt spyrji mig út í þau. Ekki það að maður eigi að skammast sín fyrir þunglyndi eða kvíða, þetta er persónulegt mál sem að ég er enn að vinna út úr.

Afhverju skrifa ég þennan pistil? Vegna þess að fyrir ekki svo löngu fékk ég ljótustu spurningu sem að ég hef verið spurð á ævi minni. Spurningin var:

„Gerðir þú þetta fyrir athygli?“

Þegar ég lá á baðherbergisgólfinu ein heima hjá mér, hágrátandi og öskrandi: „dreptu þig bara auminginn þinn, afhverju geturðu ekki bara drepið þig“ þá var ég sko aldeilis ekki að hugsa: „Hvernig ætli X finnist um þetta sár sem ég er að gera á líkamann minn akkúrat núna.“ Nei, svo sannarlega ekki. Ég svaraði þessarri spurningu einfaldlega með „Nei.“ Þegar ég fór að hugsa betur út í þetta þá varð ég reið. Ég veit að það er fólk þarna úti sem að skilur ekki þunglyndi og kvíða vegna þess að það hefur ekki orðið fyrir því. Nákominn fjölskyldumeðlimur minn skilur ekki heldur þunglyndi og kvíða en reynir að gera það útaf mér, sem að mér þykir verulega vænt um. Auðvitað vill þetta fólk skilja eitthvað sem að svo margir þjást af en ég vil biðja það fólk um að hugsa áður en það talar.

Þessi spurning fór fyrir brjóstið á mér þar sem að ég sé þessi ör á hverjum degi og minnist þess hvað ég gerði þegar ég var á mínu lægsta stigi og tilfinningalega dofin. Þar sem ég sá enga framtíð og var föst á lífi. Föst á lífi vegna þess að ég varð að vera til staðar fyrir yndislegu vini og fjölskyldu mína og ég veit að þeim myndi líða illa ef ég myndi kveðja þennan heim. Heim sem að ég vildi ekki lifa í. Þessi spurning gerir lítið úr þeim sársauka sem að ég hef þurft að ganga í gegnum. Ég er ekki að skrifa þetta til þess að rakka niður manneskjuna sem að spurði mig að þessu. Ég vil að fólk sem að skilur ekki þetta andlega helvíti sem að svo margir lifa með hugsi aðeins og jafnvel fræði sig um mál sem að þau vita ekkert um áður en þau koma með svona spurningu eða jafnvel skot á við: „hvað er að þér? þetta er ekki svona mikið mál“. Jú, það er erfitt að lifa í andlegu fangelsi. Ég myndi ekki óska þunglyndi upp á minn versta óvin. Hugsaðu þér að þú lifir í heim þar sem að hugsanir þínar einkennast af „þú ert byrði á fólk“, „þú ert ógeðsleg/ur og ættir að enda þetta“ og „jæja, þá er að setja upp grímuna svo að fólk viti ekki“.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Lesandi vildi ekki láta nafnið sitt fylgja þessum pistli og birtum við hann því nafnlausan til þess að virða þær óskir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.