fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Mourinho virðist líkja Solskjær við hvolp: ,,Svona endar ekki vel“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United er duglegur að ræða tíma sinn hjá félaginu, þessa stundina.

Mourinho var rekinn úr starfi í desember, þá tók Ole Gunnar Solskjær við og hann lét Mourinho líta illa út, til að byrja með. United vann alla leiki og spilaði vel, siðan fór að halla undan fæti og liðið varð jafnvel verra en það var undir stjórn Mourinho.

,,Leikmenn geta orðið þreyttir þegar þú biður þá um mikið,“ sagði Mourinho.

,,Ég sagði að árangur okkar á öðru tímabili hafi verið frábær, ég sagði það því við náðum að gera allt með þá hæfileika sem við höfðum. Ég kreisti allt úr leikmönnum, eins og appelsínu. Þegar þú ert með alvöru atvinnumenn, sem hafa metnað, leggja mikið á sig og eru með hæfileika. Þá kemur ekki svona þreyta.“

,,Þegar þú ferð þína leið, og hefur ekki stuðning félagsins. Leikmenn fara gegn þér, hvað er þá í gangi?.“

,,Ég vil ekki vera þessi ljúfi maður, því ljúfi maðurinn, eftir þrjá mánuði, er hvolpur. Það endar aldrei vel,“ sagði Mourinho og virtist skjóta á Solskjær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö