fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Nýjar myndir af Arturi: Vinir hans vona að þær hristi upp í minni fólks

„Hvar sem hann er þá er hann að hlusta á Eminem og dansa“

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 21. mars 2017 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi settu vinir Arturs Jarmoszko nýjar myndir af honum á netið í þeirri von að þær myndu hrista upp í minni fólk sem hefði mögulega rekist á hann síðustu vikur. Ekkert hefur spurst til Arturs, sem er 26 ára, síðan 1.mars. Myndirnar spanna nokkurra ára tímabil og þar sést hann í hópi góðra vina sem sakna hans sárt og hafa miklar áhyggjur af honum.

Vinkona Arturs, Stefanía Anna Rúnarsdóttir, birti opna færslu á Facebook, með myndum af Arturi sem er pólskur en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin 5 ár. Skömmu eftir að Artur kom til Íslands fékk hann vinnu á Saffran í Glæsibæ. Hann hætti þar í febrúar á þessu ári. Artur á marga vini sem, hann kynntist í gegnum vinnuna. Þau segja það af og frá að hann sé í rugli líkt og áður hefur verið haldið fram.

Artur býr í Breiðholti ásamt fyrrum vinnufélaga sínum. Síma hans var lokað nýlega og hefur Artur ekki farið inn á Facebook síðu sína í langan tíma en öllum myndum á síðunni hefur verið eytt.

Þá segir í færslunni sem fylgir myndunum:

„Hann er góður vinur, yfirmaður og samstarfsfélagi okkar og við óskum einskis heitar en að fá hann heim eða vita af honum öruggum einhversstaðar. Það eina sem við vitum fyrir víst er að hvar sem hann er þá er hann að hlusta á Eminem og dansa eins og honum einum er lagið.“

Lögregla óskar eftir vísbendingum

Artur er grannvaxinn, dökkhærður með stutt hár, 186 sm á hæð og með græn augu. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, bláar gallabuxur og hvíta strigaskó.

Lögreglan biður fólk sem getur gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða veit hvar hann er að finna, um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebook Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“