fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Harðar deilur um þungunarrof – Birgir ósáttur – „Það var flissað að okkur í þingsal“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. maí 2019 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er á móti þessu frumvarpi. Ég er á móti því að innleiða hugtakið þungunarrof sem mér finnst fegra það sem raunverulega á sér stað, að það verið að deyða líf. Ég tek undir álit biskups Íslands í þessum efnum. Ég er á móti því að leyfa fóstureyðingu þegar kona er gengin hálfa meðgöngu og ég er á móti þessu frumvarpi af trúarlegum og siðferðilegum ástæðum,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, en hann deildi hart við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í þættinum Vikulokin á Rás 1, um frumvarp til laga um þungunarrof sem liggur fyrir Alþingi. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað þar til í næstu viku.

Birgi var mikið niðri fyrir og var mjög ósáttur við málflutning Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata og formanns Velferðarnefndar, og málflutning Þórhildar Sunnu:

„Þegar spurt var um rétt feðra og rétt ófæddra barna í þessu máli þá svaraði svaraði Þórhildur að feðrum kæmi þetta ekki við. Ég minni á að Þórhildur er formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsins – hvar eru þá mannréttindi feðra í þessu máli?“

Þá er Birgir mjög ósáttur við að gert hafi verið lítið úr viðhorfum þeirra sem vilja að trúarleg rök hafi vægi í málinu:

„Það var gert lítið úr skoðunum þeirra og það var flissað að okkur í þingsal þegar menn fór að ræða um trúarhugtakið“ 

Þórhildur Sunna benti Birgi á að hún væri menntuð í mannréttindalögfræði og allir helstu mannréttindasáttmálar heims væru ósammála því að sæðisgjafar hafi einhvern ákvörðunarrétt yfir þungun kvenna:

„Þetta hefur ítrekað komið fram í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu þegar karla vilja þvinga konur til að ganga með börn sem þær vilja ekki ganga með.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta