fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Ofskynjunarsveppir afglæpavæddir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 10. maí 2019 17:30

Denver á fögrum sumardegi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofskynjunarsveppir verða afglæpavæddir í borginni Denver í Bandaríkjunum og verður borgin þar með sú fyrsta vestan hafs sem gerir það.

Þetta mun þó ekki þýða að sala á sveppunum verði lögleg heldur mun breytingin gera það að verkum að sveppirnir munu ekki lengur teljast til hættulegra eiturlyfja. Leyfilegt verður að hafa sveppina undir höndum og neyta þeirra svo lengi sem viðkomandi hefur náð 21 árs aldri. 

Baráttumenn frumvarpsins segja að sveppirnir geti hjálpað fólki sem glímir við vandamál eins og áfallastreituröskun eða áráttu- og þráhyggjuröskun.

Þrátt fyrir að sveppirnir hafi þessi jákvæðu einkenni, að sumra mati, eru þeir í efsta flokknum yfir hættuleg eiturlyf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Á þeim lista eru einnig eiturlyfin heróín, LSD og MDMA svo dæmi séu tekin. Breytingin í Denver mun hins vegar setja sveppina í allt annan flokk og þannig gera það að verkum að handtökur og ákærur vegna þeirra muni allt að því hverfa. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta