fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ótrúlegustu undanúrslitum sögunnar lokið: Mögnuð endurkoma Tottenham sem mætir Liverpool

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ajax 2-3 Tottenham (3-3, Tottenham í úrslit á útivallarmörkum)
1-0 Matthijs de Ligt(5′)
2-0 Hakim Ziyech(35′)
2-1 Lucas(55′)
2-2 Lucas(59′)
2-3 Lucas(95′)

Það fór fram magnaður leikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld er lið Tottenham heimsótti Ajax í undanúrslitum.

Um var að ræða seinni leik liðanna en Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli og var því í mjög góðri stöðu.

Heimamenn byrjuðu frábærlega í dag og skoraði varnarmaðurinn Matthijs de Ligt snemma eftir hornspyrnu.

Hakim Ziyech bætti svo við öðru áður en flautað var til hálfleiks og útlitið mjög bjart.

Lucas Moura lagaði svo stöðuna fyrir Tottenham á mínútu en hann kláraði færi sitt vel framhjá Andre Onana í markinu.

Lucas bætti svo við öðru marki ekki löngu seinna eftir vandræði í vörn Ajax og þurfti Tottenham aðeins eitt mark til viðbótar.

Það var útlit fyrir að Ajax myndi halda þetta út en á 95. mínútu leiksins þá skoraði Lucas þriðja mark Tottenham en fimm mínútum var bætt við.

Það er því Tottenham sem spilar við Liverpool í úrslitum keppninnar sem fer fram í Madríd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“